Langar þig að vakna á morgnanna, anda að þér miðjarðahafsloftinu og fá þér göngutúr á ströndinni á Benidorm? Þá er þetta eignin fyrir þig.
Glæsileg íbúð í nýrri 35 hæða íbúðarbyggingu aðeins 2 mínútum frá Poniente ströndinni á Benidorm. Íbúðin sem um ræðir er með 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og rúmgóðum svölum með frábæru útsýni til sjávar. Að auki fylgja hágæða heimilistæki, sér bílastæði í bílakjallara og sér geymsla.
Einnig fylgir aðgangur að einstaklega glæsilegri aðstöðu sem þessu íbúðarbygging hefur upp á að bjóða og má þar á meðal nefna upphituð sundlaug og íþrótta aðstöðu á 26. hæð, auk tveggja annarra sundlauga á jarðhæð, paddle tennis vellir, líkamsrækt, nuddpottur, hlaupabraut og margt annað.
Benidorm er einn þekktasti áfangastaður jafnt fölskyldufólks og eldri borgara á Costa Blanca ströndinni þökk sé fallegum ströndum og fjölbreyttu úrvali afþreyingar sem þar er að finna, auk þess að njóta veðurblíðunnar á vel hirtum ströndum er þar margt sem hægt er að gera sér til skemmtunar. T.d. má finna hinn vinsæla skemmtigarð "Terra Mítica" í útjaðri borgarinnar, dýragarð, vatnsrennubrautagarðinn Aqualandia, og mikið úrval golfvalla.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri, hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um þessa glæsilegu eign.