Glæsilegar íbúðir til sölu við ströndina Arenales del Sol, er rétt sunnan við Alicante borg.
Íbúðin sem um ræðir er á jarðhæð í nýrri íbúðarbyggingu með lyftu, íbúðin er með 2 svefnherbergjum með innbyggðum fataskápum og 2 baðherbergjum en einnig fylgja íbúðinni rúmgóðar svalir sem og rúmgóður sérgarður. Með íbúðinni fylgir einnig sér bílastæði, aðgangur að sameiginlegu sundlaugarsvæði og sér geymsla.
Arenales del Sol er afar skemmtilegt svæði en þar er að finna mikið líf og afþreyingu fyrir alla aldurshópa en er hvað þekktast fyrir ströndina sem er um 3 km löng með fínum gylltum sandi og tærum sjó en þar er mjög vinsælt að kafa eða snorkla. Meðfram ströndinni er svo glæsilegt göngusvæði með mikið úrval af veitingastöðum, kokteilbörum og litlum verslunum.
Aðeins er um 10 mínútna akstur á Alicante flugvöll og 20 mínútuna fjarlægð svo hinn spennandi og alþjóðlegi miðbær Alicante borgar, en þar getur þú fundið heimklassa veitingarstaði, skemmtanalíf, kaffihús, sögulegar byggingar, verslanir, framúrskarandi sjúkrahús og mikið úrval hágæða spænskra sem og alþjóðlegra skóla
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign!