Einstaklega falleg neðri sérhæð við hinn glæsilega Alhama golfvöll í Murcia héraði.
Eignin sem um ræðir er með 3 svefnherbergjum með innbyggðum fataskápum og 2 baðherbergjum. Með eigninni fylgja heimilistæki í eldhúsi og afgirtur sér garður. Einnig fylgir aðgangur að stórglæsilegum sameiginlegum garði en í honum er að finna 4 sundlaugar, þar af ein upphituð og græn svæði þar sem kjörið er að njóta sólarinnar og slaka vel á eftir góðan golfhring.
Svæðið í kring er einstaklega fagurt og telst Alhama golfvöllurinn vera einn af bestu golfvöllum á Spáni en hann er hannaður af hinum heimsfræga Jack Nicklaus og er í svokölluðum Amerískum stíl og auk golfíþróttarinnar býður staðurinn einnig upp á líkamsræktarstöð, tennisvelli og padel velli.
Á svæðinu og í næsta nágreni eru svo ótal veitingastaðir og verslanir og aðeins tekur um 30 mínútur keyra niður á strönd. Stutt er svo að heimsækja hinar sögufrægu stórborgir Murcia og Cartagena.
Costa Cálida er kjörinn staður til að njóta einstakrar paradísar með öllum þeim menningar- og náttúruauð sem Murcia-héraðið hefur upp á að bjóða. Það er líka heimsklassa paradís fyrir íþróttaunnendur: Sjóíþróttir eða óendanlegt úrval af afþreyingu eins og sund, siglingar eða vatnsskíði, sem og landíþróttir, með valkosti sem eru allt frá tennis til gönguferða eða golfs.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa glæsilegu eign.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar!