Mjög falleg raðhús á frábæru verði í um 20 mínútna fjarlægð frá Alicante borg.
Húsið sem er á tveimur hæðum er með 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi. Bjart og rúmgott alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu, bílskúr í kjallara og fallegur sér garður fylgja eigninni sem og mjög rúmgóðar þaksvalir. Einnig fylgir aðgangur að sameiginlegu sundlaugasvæði með fallegum grænum svæðum þar sem hægt er að njóta sólarinnar sem skín í meira en 300 daga á ári.
Erum með mikið úrval eigna á þessu sama svæði.
Þessi glæsilega eign er staðsett vil Alenda Golfvöllinn sem er mjög nálægt hinum hefðbundna Spænska bæ Monforte del Cid sem á sér bæði skemmtilega og langa sögu. Bærinn bíður upp á alla nauðsynlega þjónustu sem og fjöldann af góðum veitingahúsum og kaffihúsum, bærinn býður einnig upp á margskonar afþreyingu svo sem söfn, gönguleiðir, sögulegar kirkjur svo fátt eitt sé nefnt.
Ef áhugi er á golfíþróttinni þá eru tveir glæsilegir golfvellir í aðeins um 10 mínútna fjarlægð, Font de Llop og Alenda Golf.
Í 20 mínútna fjarlægð er svo hinnar tvær stórborgir héraðsins, Alicante og Elche. En þar getur þú fundið heimklassa veitingastaði, skemmtanalíf, kaffihús, sögulegar byggingar, verslanir, framúrskarandi sjúkrahús og mikið úrval hágæða spænskra sem og alþjóðlegra skóla. Þessi eign er frábærlega staðsett hvort sem er til langtíma eða skammtíma dvalar.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar!